Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. nóvember 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea stelur Winstanley frá Brighton
Mynd: EPA

Chelsea er búið að ráða Paul Winstanley til sín frá Brighton enda hefur félagið verið gríðarlega virkt í því að ráða öfluga starfsmenn til sín frá öðrum félögum frá því að Todd Boehly tók yfir eignarhald félagsins.


Chelsea er sagt borga umtalsverða upphæð til að fá Winstanley frá Brighton en hann er talinn vera maðurinn á bakvið mörg af helstu leikmannakaupum félagsins undanfarin ár.

Hjá Chelsea fær hann hlutverk sem stjórnandi leikmannakaupa og mun starfa náið með gömlum samstarfsfélögum sínum úr Brighton. Þessir gömlu samstarfsfélagar skiptu yfir til Chelsea eftir að félagið krækti í Graham Potter sem knattspyrnustjóra.

„Ég er himinlifandi með að ganga í raðir Chelsea og fá tækifæri til að halda áfram að starfa með Graham Potter og hans teymi. Það er mikil spenna og eftirvænting sem ríkir í kringum áform nýs eiganda og þeim verkefnum sem hann hefur hrint af stað innan félagsins," sagði Winstanley við ráðninguna.


Athugasemdir
banner
banner
banner