fös 18. nóvember 2022 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui vill halda Traore - Samningslaus næsta sumar
Traore er kominn með 2 mörk í 14 leikjum með Wolves á tímabilinu.
Traore er kominn með 2 mörk í 14 leikjum með Wolves á tímabilinu.
Mynd: Getty Images

Julen Lopetegui nýr knattspyrnustjóri Wolves vonast til að Adama Traore kjósi að vera áfram hjá félaginu eftir að samningur hans rennur út næsta sumar.


Traore er 26 ára gamall kantmaður þekktur fyrir frábæra tæknilega getu, mikinn styrk og gífurlegan sprengikraft en það vantar uppá ákvarðanatöku og gæði á lokaþriðjungnum.

Það eru ennþá einhverjir sem hafa trú á því að Traore eigi eftir að springa út og verða óstöðvandi leikmaður en hingað til hefur honum ekki tekist að standa undir þeim væntingum. Hann á ekki nema 13 mörk og 18 stoðsendingar í 168 leikjum með Wolves og eitt mark og fjórar stoðsendingar í 21 leik með Barcelona.

Hans besta tímabil var með Middlesbrough í Championship deildinni 2017-18 þar sem hann skoraði 5 og lagði upp 10 í 34 deildarleikjum.

„Ég veit að Adama á bara hálft ár eftir af samningi. Það mikilvægasta er að hann haldi áfram að leggja hart að sér á æfingum með okkur. Eftir það veit ég ekki hvað gerist. Ég vona að hann verði áfram hjá okkur," sagði Lopetegui.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner