Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. nóvember 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Samningslaus Suarez hafnaði samningstilboði frá Gremio
Mynd: EPA

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez verður 36 ára eftir áramót en fer þó með úrúgvæska landsliðshópnum á HM og getur búist við að spila nokkuð stóra rullu með sterku liði.


Suarez og Cavani eru jafnaldrar og eru með gríðarlega öfluga leikmenn með sér í landsliðshóp, leikmenn á borð við Darwin Nunez, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur.

Suarez átti flott tímabil með Nacional í efstu deild í Úrúgvæ þar sem hann skoraði 8 mörk í 14 leikjum en ákvað að endurnýja ekki samning sinn við félagið. Hann er því samningslaus sem stendur og hafnaði samningstilboði frá brasilíska félaginu Gremio á dögunum.

Það verður áhugavert að sjá hvert Suarez ætlar að fara í janúarglugganum og eru góðar líkur á að hann snúi aftur í spænska boltann eða prófi að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum eða Asíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner