Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 18. desember 2018 11:12
Magnús Már Einarsson
AGF staðfestir brottför Björns Daníels
Björn Daníel í leik með AGF.
Björn Daníel í leik með AGF.
Mynd: Getty Images
Danska félagið AGF hefur staðfest að Björn Daníel Sverrisson sé á förum eftir tvö og hálft ár í herbúðum þess. Eins og Fótbolti.net greindi frá á dögunum er Björn Daníel á leið aftur í uppeldisfélagið FH.

AGF staðfesti í dag að Björn hafi spilað sinn síðasta leik með félaginu og að hann sé laus allra mála.

„Ég vil spila leiki og það er ekkert leyndarmál að ég hef ekki spilað marga leiki með AGF upp á síðkastið," sagði Björn Daníel en hann kom til AGF frá Viking í Noregi árið 2016.

„Ég hef notið timans hjá félaginu og samverunnar með liðsfélögunum og ég unnið mína vinnu. Ég er hins vegar ekki öðruvísi en aðrir fótboltamenn og núna vill ég finna stað þar sem ég get fengið að spila meira."

„Þó að ég hafi að sjáfsögðu viljað spila meira þá er ég ánægður með tíma minn hjá AGF. Þetta er gott félag með góðu fólki og ég óska því alls hins besta í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner