Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. desember 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
6 dagar til jóla - Heimsliðið: Miðjumaður....
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Haukur Páll Sigurðsson, miðjumaður og fyrirliði Íslandsmeistara Vals, á næsta leik. Hann velur Luka Modric á miðjuna.

„Verður ekki besti leikmaður í heimi að vera í þessu liði?" sagði Haukur Páll.

„Þrátt fyrir að ég hafi verið ósammála því vali þá er Modric hrikalega góður fótboltamaður sem öll lið í heimi væru til í að vera með í sínu liði. Er búinn að vera frábær síðustu ár."

Miðjumaður - Luka Modric
33 ára - Á 118 landsleiki fyrir Króatíu

Fimm staðreyndir um Modric
- Þegar Modric var einungis 6 ára gamall var afi hans myrtur í stríði. Modric flúði sjálfur heimabæ sinn ásamt fjölskyldu sinni út af stríðinu og segir að það hafi haft mikil áhrif á sig.

- Modric er mikill fjölskyldumaður og segist tala daglega við foreldra sína og tvær systur sem búa í Króatíu.

- Zvonomir Boban og Francesco Totti voru í uppáhaldi hjá Modric á yngri árum.

- Modric hóf meistaraflokksferil sinn í Bosníu-Hersegóvínu 18 ára gamall en hann var lánaður þangað.

- Barcelona, Arsenal og Manchester United voru á meðal félaga sem skoðuðu Modric áður en hann samdi við Tottenham á sínum tíma.



Magnaður á HM


Sjá einnig:
Markvörður - Hugo Lloris
Hægri bakvörður - Dani Alves
Miðvörður - Sergio Ramos
Miðvörður - Raphael Varane
Vinstri bakvörður - Marcelo
Miðjumaður - Sergio Busquets
Athugasemdir
banner
banner
banner