Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. desember 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Dýrt að reka Mourinho á næstu vikum
Powerade
Verður Mourinho rekinn á næstunni?
Verður Mourinho rekinn á næstunni?
Mynd: Getty Images
Isco er orðaður við Manchester City.
Isco er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er áfram í stóru hlutverki í slúðurpakkanum. Skoðum slúður dagsins.



Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá Isco (26) frá Real Madrid í sumar. City hefur nú egar haft samband við leikmanninn. (AS)

Juventus er að undirbúa 125 milljóna punda tilboð í Paul Pogba miðjumann Manchester United. (Daily Star)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill ekki að félagið ráði yfirmann fótboltamála til starfa. (Daily Telegraph)

Manchester United þarf að greiða 24 milljónir punda í starfslokasamning ef félagið ákveður að losa sig við Mourinho í desember eða janúar. (Daily record)

Paul Ince, fyrrum fyrirliði Manchester United, hefur sakað nokkra leikmenn liðsins um að þeir séu að reyna að láta reka Mourinho. (Daily Mirror)

Danny Murphy, fyrrum miðjumaður Liverpool, segir að United eigi að reka Mourinho strax. (Talksport)

Jack Wilshere (26) miðjumaður West Ham verður mögulega frá keppni út tímabilið vegna meiðsla á ökkla. (The Sun)

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ætla að ræða við svarta leikmenn og fá ráðleggingar hvernig má koma í veg fyrir kynþáttafordóma í fótboltanum. (Mirror)

Juventus hitti umboðsmanninn Mino Raiola á dögunum til að ræða framlengingu á samningi framherjans Moise Kean. Á sama fundi ræddi Juventus um Paul Pogba og Matthijs de Ligt (19) varnarmann Ajax. (Football Italia)

Arsenal vill kaupa Nicolas Pepe (23) kantmann Lille en Tottenham og Chelsea vilja líka fá leikmanninn sem hefur skorað tólf mörk á þessu tímabili. (Daily Star)

Antonio Rudiger (25) hefur ekki rætt við Chelsea um nýjan samning. (Metro)

Manchester United er á meðal félaga sem hefur áhuga á Ozan Kabak (18) varnarmanni Galatasaray. (Daily Mail)

Mason Holgate (22) varnarmaður Everton má fara frá félaginu í janúar. (Sky Sports)

Barcelona hefur fengið 65 milljóna punda tilboð frá Kína í brasilíska framherjann Malcom. (AS)

Adrien Rabiot (23) miðjumaður PSG ætlar ekki að gera nýjan samning við frönsku meistarana. Rabiot er á óskalista Liverpool. (Yahoo)
Athugasemdir
banner
banner