Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. desember 2018 12:28
Magnús Már Einarsson
Hemmi Hreiðars hætti hjá Kerala Blasters í síðustu viku
David James rekinn í dag
David James og Hermann Hreiðarsson.
David James og Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson hætti í síðustu viku sem aðstoðarþjálfari Kerala Blasters í Indlandi og hélt aftur heim til Íslands.

„Þetta var orðið fint hjá mér þarna. Maður er helvíti langt í burtu þarna. Þegar maður hendir öllu á vogarskálarnar var ekki alveg þess virði að vera þarna svona langt frá öllum," sagði Hermann við Fótbolta.net í dag.

Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var þjálfari Kerala Blasters en James var rekinn frá félaginu í dag í kjölfarið á 6-1 tapi gegn Mumbai. James tók við Kerala Blasters í byrjun árs og fékk Hermann sem aðstoðarþjálfara.

James og Hermann spiluðu saman hjá Portsmouth á sínum tíma og árið 2013 lék enski markvörðurinn undir stjórn Hermanns hjá ÍBV í Pepsi-deildinni.

Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, spilaði með Kerala Blasters í byrjun árs fyrir tilstuðlan Hermanns.

Kerala Blasters hefur gengið skelfilega undanfarnar vikur en liðið hefur ekki unnið í síðustu ellefu leikjum og er í áttunda sæti af tíu liðum í ofurdeildinni í Indlandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner