Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 18. desember 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Lúðvík Gunnars ráðinn yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ
Lúðvík Gunnarsson.
Lúðvík Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúðvík Gunnarsson hefur verið ráðinn nýr yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ.

Hann tekur við af Þorláki Árnasyni sem var á dögunum ráðinn yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong.

Lúðvík hefur starfað lengi við knattspyrnu, en hann hefur verið þjálfari Kára frá árinu 2016.

Á þeim tíma hefur hann komið liðinu upp í 2. deild, en þar endaði það í 5. sæti á síðasta tímabili. Hann þjálfaði einnig meistaraflokk kvenna hjá ÍA árin 2008 og 2009.

Ásamt því að þjálfa Kára á síðasta ári hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka ÍA. Einnig hefur hann þjálfað yngri flokka á Akranesi síðastliðin ár.
Athugasemdir
banner
banner