Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 18. desember 2018 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Manchester United staðfesti óvart ráðningu Solskjær
Mynd: Getty Images
Allar líkur eru á því að Ole Gunnar Solskjær muni taka við Manchester United og stýra félaginu út tímabilið.

Jose Mourinho var rekinn úr starfi sínu í morgun eftir skelfilegan fyrri hluta tímabils í ensku úrvalsdeildinni þar sem 19 stig skilja liðið að frá Liverpool í toppsætinu.

Orðrómur fór á kreik í dag um að Solskjær væri líklegur til að taka við og virðist eitthvað vera til í því vegna þess að opinber vefsíða Manchester United birti óvart myndband af Solskjær fyrr í kvöld til að tilkynna hann sem nýjan stjóra.

Myndbandið var af Solskjær þegar hann skoraði fyrir Man Utd í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999 og undir stóð „Solskjaer verður tímabundinn stjóri félagsins 20 tímabilum eftir að hann innsiglaði þrennuna með ÞESSU marki á Camp Nou..."

Solskjær stýrði varaliði Man Utd áður en hann var fenginn yfir til Molde í norska boltanum. Solskjær gerði Molde að Noregsmeisturum tvö ár í röð og var svo fenginn yfir til Cardiff City þar sem hann féll með félagið úr úrvalsdeildinni. Í dag er hann við stjórnvölinn hjá Molde.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner