þri 18. desember 2018 13:21
Magnús Már Einarsson
Mirror: Solskjær í viðræðum við Manchester United
Solskjær stýrði Cardiff árið 2014.
Solskjær stýrði Cardiff árið 2014.
Mynd: Getty Images
Daily Mirror birti nú rétt í þessu frétt þess efnis að Ole Gunnar Solskjær sé í viðræðum við Manchester United um að taka við sem knattspyrnustjóri út tímabilið.

Jose Mourinho var rekinn í morgun og United ætlar að ráða tímabundinn stjóra út þetta tímabil. Laurent Blanc, fyrrum varnarmaður Manchester United, var orðaður við starfið í morgun sem og Michael Carrick.

Nú þykir Solskjær líklegur en hann skoraði 128 mörk á tíu tímabilum með Manchester United. Í kjölfarið þjálfaði hann varalið félagsins tíu ár.

Hinn 45 ára gamli Solskjær er í dag þjálfari Molde en hann hefur þjálfað liðið meira og minna síðan 2011.

Árið 2014 spreytti Solskjær sig sem stjóri Cardiff í nokkra mánuði en hann féll með liðið úr ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner