Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. desember 2018 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndbirting Pogba var auglýsing fyrir Adidas
Mynd: Getty Images
Paul Pogba vakti reiði stuðningsmanna Manchester United með myndbirtingu á Instagram skömmu eftir brottrekstur Jose Mourinho í morgun.

Pogba var gagnrýndur harkalega fyrir myndbirtinguna og var snöggur að kippa henni út.

Manchester United er þó búið að staðfesta að Pogba birti myndina ekki sjálfur, heldur var þetta fyrirfram ákveðin auglýsing fyrir íþróttamerkið Adidas sem er með samning við Pogba.

Samband Mourinho og Pogba var afar stirt undir lokin hjá Rauðu djöflunum og voru flestir á því að annað hvor þeirra þyrfti að yfirgefa félagið til að laga slæma stöðu þess í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, ellefu stigum frá Chelsea í Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner