Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. desember 2018 16:49
Magnús Már Einarsson
Phelan aðstoðar líklega Solskjær hjá Man Utd
Mike Phelan.
Mike Phelan.
Mynd: Getty Images
Telegraph segir frá því í dag að líklegast sé að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, taki við sem knattspyrnustjóri Manchester United út þetta tímabil.

Solskjær er sagður í viðræðum við United í augnablikinu en hann er fyrrum framherji liðsins auk þess sem hann þjálfaði varalið þess frá 2008 til 2011.

Telegraph greinir einnig frá því að Mike Phelan verði líklega aðstoðarstjóri með Solskjær.

Phelan var aðstoðarstjóri hjá Sir Alex Ferguson en hann fékk ekki áframhaldandi starf þegar David Moyes tók við Manchester United árið 2013.

Phelan, sem er sjálfur fyrrum leikmaður Manchester United, stýrði Norwich og Hull í stuttan tíma en hann er án starfs í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner