Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. janúar 2018 19:51
Magnús Már Einarsson
Gummi Tóta tekur þátt í undankeppni Eurovision
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður IFK Norrköping, er höfundurinn á bakvið tvö lög sem taka þátt í undankeppni Eurovision á Íslandi.

Guðmundur og Fannar Freyr Magnússon sömdu lögin í sameiningu en þau verða í sitthvorri undankeppninni dagana 10 og 17. febrúar.

Í gegnum tíðina hefur Guðmundur gefið út nokkur lög og hann ætlar sjálfur að syngja annað lagið í undankeppninni. Lagið heitir „Litir".

Hitt lagið heitir „Brosa" en það syngja Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét.

Tólf lög keppa í undankeppni Eurovision á Íslandi en sigurlagið fer í lokakeppnina í Portúgal í maí.

Ingólfur Þórarinsson, bróðir Guðmundar og fyrrum leikmaður Selfoss, tók þátt í undankeppni Eurovision árið 2009 og 2016.

Hægt er að hlusta á lögin sem Guðmundur sendir til keppni hér að neðan.

Hér er lagið "Litir" sem Guðmundur syngur sjálfur.

Hér er síðan lagið "Brosa" sem Guðmundur samdi en Þórir Geir og Gyða Margrét flytja.



Athugasemdir
banner
banner
banner