Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. janúar 2020 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford frá í nokkrar vikur vegna bakmeiðsla
Rashford er búinn að gera 14 mörk í 22 deildarleikjum á tímabilinu.
Rashford er búinn að gera 14 mörk í 22 deildarleikjum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær staðfesti á fréttamannafundi fyrir leik Manchester United gegn Liverpool á Anfield að sóknarmaðurinn ungi Marcus Rashford verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla.

Búist var við að Rashford fengi verkjalyfssprauti til að ná leiknum gegn Liverpool í dag en svo er ekki. Rashford er utan hóps og ekki væntanlegur aftur fyrr en í næsta mánuði.

„Rashford fékk að finna fyrir því þegar hann kom inn gegn Wolves og bakið hans er búið að versna. Hann hefur verið að glíma við vandamál í bakinu áður og við verðum að gefa honum tíma til að ná sér. Hann hefur alltaf verið snöggur að ná sér og við vonum að það verði raunin aftur," sagði Solskjær.

„Ég myndi ekki búast við að sjá hann á vellinum næstu vikur. Ég er ekki viss um að hann muni spila fyrir vetrarfríið."

Miðað við þessi orð Solskjær er líklegt að Rashford missi af leikjum gegn Burnley og Wolves í deildinni og Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins. Hann yrði þó væntanlega klár fyrir stórleikinn gegn Chelsea 17. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner