banner
   þri 19. janúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Alexandra á leið til Frankfurt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður Breiðabliks, er á leið til Frankfurt í þýsku Bundesligunni samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Líklegt er að tilkynnt verði um félagaskiptin í dag.

Hin tvítuga Alexandra er uppalin hjá Haukum en hún hefur spilað með Breiðabliki undanfarin þrjú ár.

Alexandra hefur skorað 28 mörk í 67 leikjum í Pepsi Max-deildinni en hún hefur einnig skorað tvö mörk í tíu leikjum með íslenska A-landsliðinu.

Frankfurt er í 6. sæti af tólf liðum í þýsku Bundelsligunni í augnablikinu en keppni hefst aftur þar í febrúar eftir vetrarfrí.

Alexandra er þriðji leikmaðurinn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks sem fer í þýsku Bundesliguna í vetur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fór á dögunum til toppliðs Bayern Munchen og Sveindís Jane Jónsdóttir, sem var á láni frá Keflavík, fór til Wolfsburg.
Athugasemdir
banner
banner