Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. janúar 2021 18:20
Aksentije Milisic
Elías í markaskónum er Excelsior fór áfram - Aron spilaði í jafntefli
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson, leikmaður Excelsior í Hollandi var í byrjunarliðinu gegn MVV Maastricht í 16-liða úrslitum bikarsins.

Elías kom Excelsior yfir úr vítaspyrnu á 16. mínútu en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum fyrir hlé og leiddu því 2-1.

Excelsior náði að jafna leikinn í síðari hálfleik og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar var ekkert skorað og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Excelsior vann 5-4 og er því komið í 8-liða úrslit bikarsins. Elías skoraði úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppnini.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Arabi sem mætti Umm Salal í Katar í dag.

Aron spilaði allan leikinn sem lauk með markalausu jafntelfi. Al-Arabi er í sjöunda sæti deildarinnar með tuttugu stig eftir fimmtán leiki en liðið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu.


Athugasemdir
banner
banner