Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 19. febrúar 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Azpilicueta: Erfitt kvöld
Cesar Azpilicueta
Cesar Azpilicueta
Mynd: Getty Images
Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea á Englandi, var niðurlútur eftir 2-0 tapið gegn Manchester United í enska bikarnum í gær.

Síðustu vikur hafa verið erfiðar hjá Chelsea og virðist lítið ganga hjá Maurizio Sarri og lærisveinum hans en liðið er úr bikarnum eftir frábæra spilamennsku United en er þó enn inn í Evrópudeildinni.

Liðið á þá úrslitaleik gegn Manchester City í enska deildabikarnum á næstu dögum og vill Azpilicueta horfa fram á veginn.

„Þetta var erfitt kvöld því við náðum búa til nóg af færum og erum úr leik. Við erum jú ríkjandi bikarmeistarar," sagði Azpilicueta.

„Við erum vanir því að vinna titla og hefur verið sigursælasta lið Englands síðustu árin. Við þurfum bara að halda áfram að gera okkar allra best og eigum núna Evrópudeildina framundan og úrslitin í enska deildabikarnum og vonandi getum við hafið þessa vinnu á fimmtudag og endaði það með bikar á sunnudeginum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner