Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. febrúar 2019 13:15
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Nær Liverpool sigri gegn Bayern?
Verður Salah á skotskónum í kvöld?
Verður Salah á skotskónum í kvöld?
Mynd: Getty Images
Barcelona heimsækir Lyon.
Barcelona heimsækir Lyon.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslitin í Meistaradeildinni halda áfram í kvöld en þá fara fram tveir stórleikir klukkan 20:00.

Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks og Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Fótbolti.net kemur einnig með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Ágúst Þór Gylfason

Liverpool 2 - 0 Bayern Munchen
Tvö stórveldi að mætast! Annað liðið mun vilja þetta meira enda ekki unnið stóran titil í þó nokkuð langan tíma, hitt liðið með marga titla á bakinu. Leikmenn Klopps voru svo nálægt því að klára Meistaradeildina í fyrra en einstaklings mistök urðu þeim að falli. Eru búnir að fylla í eyðurnar með nýjum og betri leikmönnum.

Því miður fyrir Bayern þá munu þeir láta í lægra haldi á öllum vígstöðvum á Anfield. Fá lið standast Liverpool snúning þegar þeir eru á deginum sínum. Firmino og Egypskí prinsinn munu sjá um markaskorunina í sitthvorum hálfleiknum. Mark Salah mun minna á mark Maradona á móti Englendingum á HM 1986 þegar hann sólaði alla upp úr skónum og kláraði framhjá Peter Shilton, VAR tæknin mun koma í veg fyrir hönd Guðs markið sem Salah skorar í leiknum.

Lyon 0 - 2 Barcelona
Barca eru nánast búnir að tryggja titilinn heima fyrir og leggja nú allt í að vinna Meistaradeildina. Það verður erfitt fyrir Lyon að vera í eltingarleik á heimavelli en leikmenn Barcelona munu vera með 60-70% ball possession í leiknum. Í seinni hálfleik fjúka tveir leikmenn Lyon út af og þá er ekki að sökum að spyrjast. Messi og Dembele með mörkin.

Óli Stefán Flóventsson

Liverpool 2 - 0 Bayern Munchen
Það er ljóst að Liverpool á heimavelli eru ógnarsterkir. Það er einnig ljóst að Klopp er sérfræðingur um þýska mótherja. Bayern Munchen hafa verið á ágætis róli síðustu vikur eftir erfiða byrjun. Ég er á því að Liverpool fari langt með að klára þetta einvígi á heimavelli og vinna 2-0. Salah og Mane skora mörkin.

Lyon 2 - 1 Barcelona
Fyrirfram myndi maður halda að Barca færi auðveldlega í gegnum þetta einvígi. Lyon hafa hins vegar verið í fínu standi og unnið 6 af síðustu 7 leikjum sínum í öllum keppnum. Þeir unnu meðal annars PSG á heimavelli nýlega. Það er slæmt fyrir þá að fyrirliðinn Nabil Fekir er ekki með. Ég sé jafntefli í kortunum en ætla samt að vera djarfur og spá Lyon sigri 2-1. Memphis Depay skorar bæði mörk Lyon á meðan Messi setur hann fyrir Börsunga.

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Liverpool 1 - 1 Bayern Munchen
Þetta verður sannkallaður hörkuleikur. Liverpool með frábært lið og eru ógnarsterkir á heimavelli. Liverpool verður sterkari aðilinn í kvöld og nær forystunni með marki Mohamed Salah. Bayern hefur verið að hiksta á tímabilinu, en lið þeirra er líka frábært - því má ekki gleyma. Robert Lewandowski skorar dýrmætt útivallarmark og jafnar leikinn. Einvígið verður galopið fyrir leikinn í Þýskalandi.

Lyon 1 - 3 Barcelona
Lyon er með öflugt lið og hefur sýnt að það getur staðið í stóru liðunum en Barca sýnir sín gæði í kvöld. Börsungar eru líklegir til að fara alla leið, en þá þarf Messi náttúrulega að sýna sínar bestu hliðar. Messi skorar í kvöld og ætla ég að segja að Ousmane Dembele skori líka.

Staðan í heildarkeppninni:
Óli Stefán - 4 stig
Fótbolti.net - 3 stig
Gústi Gylfa - 3 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner