Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. febrúar 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher: Ekki vandamál að segja að ég hafði rangt fyrir mér
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Geir Moritz
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Á samfélagsmiðlinum Twitter fór í dag í dreifingu myndband þar sem Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, segir:

„Ef Mourinho fer þá munu Manchester United stuðningsmenn ekki sjá nýjan Pogba. Ég get fullvissað ykkur um það," sagði Carragher í september.

Mourinho var rekinn sem stjóri United í desember og hefur Pogba svo sannarlega vaknað til lífsins undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær.

Pogba hefur á undanförnum vikum sýnt þau gæði sem hann býr yfir.

Carragher sá umræðuna á Twitter í dag og ákvað að svara fyrir sig.

„Ég vona að þú hafir verið fullkomlega ósammála mér á þessum tíma, ekki bara núna. Hann hefur verið magnaður síðan Solskjær tók við vegna þess að hann hefur leyft honum að spila án þess að verjast. Ég bjóst ekki við þessu og það er ekkert vandamál fyrir mig að viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér," skrifaði Carragher.

„En ég mun ekki breyta þeirri skoðun minni að Pogba hefði átt að gera meira fyrir Man Utd/Jose á þessum tveimur árum, sama hvert kerfið er."





Athugasemdir
banner
banner