þri 19. febrúar 2019 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cech bauð kvennaliðinu út að borða
Mynd: Getty Images
Kvennalið Arsenal hefur verið að spila vel á tímabilinu. Liðið er í öðru sæti með 33 stig úr 13 leikjum. Arsenal er tveimur stigum á eftir Manchester City, en á tvo leiki til góða.

Frammistaða kvennaliðsins hefur vakið sérstaka athygli hjá einum leikmanni karlaliðsins.

Blaðamaðurinn Tim Stillman, sem fylgist með kvennaliði Arsenal, greinir frá því að markvörðurinn Petr Cech, sem er að hætta eftir tímabilið, hafi boðið kvennaliðinu út að borða til þess að óska þeim til hamingju með góðan árangur.

Afskaplega vel gert hjá Cech.

Árangurinn hjá karlaliði Arsenal hefur ekki verið eins góður. Liðið er sem stendur í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner