þri 19. febrúar 2019 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Dramatískur sigur West Brom í London
Livermore var hetja West Brom.
Livermore var hetja West Brom.
Mynd: Getty Images
QPR 2 - 3 West Brom
0-1 Jefferson Montero ('5 )
1-1 Luke Freeman ('35 )
1-2 Jacob Murphy ('61 )
2-2 Tomer Hemed ('75 , víti)
2-3 Jake Livermore ('90 )

Það var hörkuleikur í Championship-deildinni á Englandi í kvöld er QPR og West Brom mættust á Loftus Road í London.

Gestirnir í West Brom komust yfir eftir aðeins fimm mínútur þegar Jefferson Montero skoraði. QPR jafnaði fyrir leikhlé og var það Luke Freeman sem skoraði.

Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum. West Brom komst yfir, en aftur jafnaði QPR. Það stefndi í jafntefli, en Jake Livermore ákvað að koma í veg fyrir það. Hann skoraði sigurmark West Brom á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Sætur sigur West Brom sem er að berjast um að komast beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina. West Brom er í fjórða sæti, þremur stigum frá toppnum. Það er mikið jafnræði á toppnum.

Lærisveinar Steve McClaren í QPR eru í 18. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner