Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. febrúar 2019 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola lýsti yfir ást sinni á Bernardo Silva
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mætti á blaðamannafund í dag fyrir leikinn gegn Schalke 04 í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun, miðvikudag.

Guardiola notaði fundinn sem tækifæri til að hrósa Portúgalanum Bernardo Silva.

Guardiola var spurður út í það hvort Bernardo gæti orðið ein af stærstu stjörnum Portúgals.

„Hann er nú þegar stórstjarna," sagði Guardiola við því.

„Á þessu tímabili hefur hann verið einn af tveimur eða þremur bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Það er gaman að fylgjast með honum. Sem stjóri er ég ótrúlega heppinn að hafa Bernardo. Hann er yndislegur náungi. Ég elska hann."

Bernardo Silva er 24 ára gamall. Hann kom til City frá Mónakó sumarið 2017.

Athugasemdir
banner
banner
banner