Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. febrúar 2019 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson: Ekki verstu úrslit í heimi
Mynd: Getty Images
„Þetta eru ekki verstu úrslit í heimi," sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eftir markalaust jafntefli gegn Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Við erum vonsviknir að skora ekki, en við héldum hreinu og vörðumst vel. Við fengum nægilegt magn af færum, sérstaklega í fyrri hálfleiknum."

„Frammistaðan var góð en það vantaði svolítið upp á þegar á síðasta þriðjunginn var komið."

„Bayern er með gott lið sem getur haldið boltanum vel. Á ákveðnum tímapunktum í leiknum fór það í taugarnar á okkur. Við vorum óheppnir fyrir framan markið."

„Við erum enn á lífi í þessu einvígi. Við verðum að halda í sjálfstraustið. Þetta verður erfitt, en við erum með reynslu í Meistaradeildinni. Við getum farið þangað og sært þá," sagði Henderson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner