Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. febrúar 2019 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Firmino klár - Fabinho miðvörður
Firmino er klár í slaginn hjá Liverpool.
Firmino er klár í slaginn hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Coutinho er á bekknum hjá Barcelona.
Coutinho er á bekknum hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á dagskrá í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þessu þriðjudagskvöldi.

Liverpool, sem fór í úrslitaleikinn í fyrra, fær þýska stórveldið Bayern München í heimsókn.

Liverpool er án hollenska varnarmannsins Virgil van Dijk. Hann er í leikbanni. Roberto Firmino æfði ekki í gær vegna veikinda, en hann er klár í slaginn og er í byrjunarliði Liverpool. Joel Matip og Fabinho eru miðverðir Liverpool.

Þýskalandsmeistararnir verða án Jerome Boateng, Arjen Robben, Corentin Tolissio og Thomas Müller í kvöld.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Fabinho, Matip, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Keita, Salah, Firmino, Mane.
(Varamenn: Mignolet, Moreno, Milner, Lallana, Shaqiri, Origi, Sturridge)

Byrjunarlið Bayern: Neuer, Kimmich, Sule, Hummels, Alaba, Thiago, Martinez, Rodriguez, Gnabry, Coman, Lewandowski.
(Varamenn: Ulreich, Ribery, Rafinha, Davies, Mai, Sanches, Shabani)

Í hinum leik kvöldsins mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Nabil Fekir er í banni og er það mikið áfall hjá Lyon. Hjá Börsungum er Philippe Coutinho, fyrrum leikmaður Liverpool, á bekknum. Það er athyglisvert.

Byrjunarlið Lyon: Lopes, Dubois, Marcelo, Denayer, Mendy, Ndombele, Aouar, Traoré, Depay, Terrier, Dembélé.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Semedo, Piqué, Lenglet, Alba, Rakitic, Busquets, Sergi Roberto, Messi, Suárez, Dembélé.

Leikir kvöldsins:
20:00 Liverpool - Bayern München (Stöð 2 Sport)
20:00 Lyon - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner