Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. febrúar 2019 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ræddu um Sarri - Zidane og Lampard efstir á blaði
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Sky Sports segir frá því í kvöld að þau sem ráða hjá Chelsea hafi rætt sín á milli um framtíð Maurizio Sarri, stjóra félagsins.

Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu og tapaði liðið 0-2 á heimavelli gegn Manchester United í enska bikarnum í gærkvöld.

Sarri, sem tók við Chelsea af Antonio Conte í sumar, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum í gær.

Breska blaðið Guardian telur að Sarri muni stýra Chelsea gegn Malmö á fimmtudag og verður hann líklega einnig við stjórnvölinn gegn Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag.

Guardian segir jafnframt að ef Chelsea tapar gegn Man City þá verði Sarri rekinn.

Chelsea vann fyrri leikinn gegn Malmö í 32-liða úrslitum 2-1. Ef Sarri nær að halda starfinu eftir leikinn gegn City þá bíður deildarleikur gegn Tottenham á miðvikudaginn í næstu viku.

Zidane eða Lampard inn?
Sky Sports telur sig jafnframt hafa heimildir fyrir því að Zinedine Zidane og Frank Lampard séu efstir á blaði Chelsea ef Sarri verður látinn taka pokann sinn.

Zidane er laus. Hann hefur verið án starf síðan hann hætti hjá Real Madrid síðasta sumar. Hann gerði Real Madrid að Evrópumeisturum þrjú tímabil í röð.

Lampard er fyrrum miðjumaður Chelsea og einn besti leikmaður í sögu félagsins. Hann tók við Derby County fyrir tímabil, en það er hans fyrsta stjórastarf. Derby er sem stendur tveimur stigum frá umspilssæti í Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner