þri 19. febrúar 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Sancho til Liverpool í sumar?
Powerade
Jadon Sancho er orðaður við Liverpool.
Jadon Sancho er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Pjanic gat farið til Manchester United í sumar.
Pjanic gat farið til Manchester United í sumar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta úr slúðrinu. Skoðum pakka dagsins.



Liverpool gæti reynt að fá Jadon Sancho (18) kantmann Borussia Dortmund í sínar raðir í sumar. Liverpool reyndi að fá Sancho þegar hann var á mála hjá Manchester City á sínum tíma. (Mirror)

Wolves er að ganga frá samningi við Romain Saiss (28) miðjumann Mónakó. (Telegraph)

Arsenal ætlar að reyna aftur að fá Ever Banega (30) miðjumann Sevilla í sínar raðir í sumar. (Mirror)

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, telur að Mesut Özil sé mögulega í þægindaramma eftir að hann skrifaði undir risasamning við félagið í fyrra. (Mail)

Stoke ætlar að reyna að selja framherjann Sadio Berahino um leið og félagaskiptaglugginn opnar en hann var handtekinn um helgina fyrir ölvunarakstur. (Mail)

Barcelona er í bílstjóraæstinu í baráttunni um Luka Jovic (21) framherja Benfica. Jovic er í láni hjá Frankfurt í Þýskalandi en Real Madrid, Chelsea og Bayern Munchen hafa einnig sýnt honum áhuga. (Goal)

Real Madrid er líklegast til að landa Eder Militao (21) varnarmanni Porto en hann gæti kostað 44 milljónir punda. (Marca)

Miralem Pjanic (28) miðjumaður Juventus hefði getað farið til Manchester United síðastliðið sumar en hann ákvað frekar að vera áfram hjá ítölsku meisturunum. (Star)

Barcelona er að landa miðverðinum Vitao (19) frá Palmeiras. (Marca)

Juventus hefur spurst fyrir um framtíð framherjans Mauro Icardi (25) hjá Inter. (Four Four Two)

Mo Diame (31) er að ganga frá nýjum samningi við Newcastle. (Chronicle)

Manchester City er að fara í samstarf við Sichuan Jiuniu sem er kínversku þriðju deildinni. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner