banner
   þri 19. febrúar 2019 23:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sólarhringur af fótbolta en ekkert útivallarmark
Mynd: Getty Images
Luis Suarez, sóknarmaður Barcelona, var ekki á skotskónum í kvöld þegar Barcelona mætti Lyon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Það var reyndar enginn sem skoraði í leiknum í kvöld. Hann endaði með markalausu jafntefli.

Suarez fékk fín færi til að skora, en inn í markið fór boltinn ekki.

Úrúgvæinn er kominn með 15 mörk í spænsku úrvalsdeildinn, en hann á enn eftir að skora í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Á síðustu leiktíð skoraði hann aðeins eitt mark í Meistaradeildinni.

Það mark kom í heimaleik gegn Roma, en Suarez hefur ekki skorað mark á útivelli í Meistaradeildinni síðan í september 2015. Hann hefur farið í gegnum rúman sólarhring (1440 mínútur) af leiktíma síðan hann skoraði síðast á útivelli í Meistaradeildinni.

Athyglisvert fyrir svona öflugan markaskorara.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner