Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. febrúar 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Spænski Ofurbikarinn gæti orðið fjögurra liða keppni erlendis
Börsungar fagna.
Börsungar fagna.
Mynd: Getty Images
Spænski Ofurbikarinn, spænska útgáfan af Samfélagsskildinum, gæti orðið að fjögurra liða keppni sem færi fram erlendis.

Í 2018 útgáfunni var einn úrslitaleikur um titilinn meistarar meistaranna en hann var leikinn í Marokkó. Hingað til hefur keppnin verið tveggja leikja einvígið, leikið heima og að heiman.

Nú er hugmyndin sú að haldin verði fjögurra liða keppni með þeim liðum sem mættust í bikarúrslitum og tveimur efstu liðum La Liga.

Keppnin verði haldin áður en fyrsta umferð í La Liga færi fram.

Áform voru uppi um að deildarleikur Girona og Barcelona á þessu tímabili yrði leikinn í Miami en sú hugmynd var umdeild og slegin út af borðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner