Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. febrúar 2019 09:10
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Chelsea létu Sarri heyra það
Er tími Sarri að renna út?
Er tími Sarri að renna út?
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur gengið illa frá áramótum og stuðningsmenn liðsins eru margir hverjir búnir að fá nóg af knattspyrnustjóranum Maurizio Sarri og hans leikaðferð.

Chelsea tapaði 2-0 á heimavelli gegn Manchester United í 16-liða úrsitum enska bikarsins í gærkvöldi en þar létu stuðningsmenn Chelsea í sér heyra.

Leikaðferð Sarri hefur verið kölluð 'Sarri ball' en um er að ræða leikaðferð sem hann notaði einnig hjá Napoli áður en hann tók við Chelsea.

'f*** Sarri-ball' sungu stuðningsmenn Chelsea í gær sem og 'þú veist ekki hvað þú ert að gera!'

Þá sungu stuðningsmennirnir einnig nafn Frank Lampard en margir vilja sjá hann taka við af Sarri. Lampard er goðsögn hjá Chelsea en hann er í dag stjóri Derby.

„Ég heyrði ekki vel hvað þeir voru að syngja. Ég hef aldrei heyrt sungið um mig áður en einhverntímann er allt fyrst," sagði Sarri sjálfur um málið.

Stuðningsmenn Chelsea voru ósáttir við skiptingarnar hjá Sarri í gær en Ross Barkley, Davide Zappacosta og Willian komu inn á sem varamenn á meðan hinn ungi Callum Hudson-Odoi fékk ekki tækifæri.

Chelsea hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni og er dottið niður í 6. sæti deildarinnar. Liðið mætir Malmö í Evrópudeildinni á fimmtudag áður en úrslitaleikur deildabikarsins fer fram á sunnudag þar sem Chelsea mætir Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner