Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. febrúar 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Tólf bestu stjórarnir sem aldrei hafa unnið Meistaradeildina
Mun Ronaldo hjálpa Allegri að lyfta loks Meistaradeildarbikarnum?
Mun Ronaldo hjálpa Allegri að lyfta loks Meistaradeildarbikarnum?
Mynd: Getty Images
Klopp er á listanum.
Klopp er á listanum.
Mynd: Getty Images
Diego Simeone er númer eitt.
Diego Simeone er númer eitt.
Mynd: Getty Images
Hverjir eru tólf bestu stjórarnir sem aldrei hafa unnið Meistaradeildina? FourFourTwo setti saman topp tólf lista en horft er til stjóra sem hafa tekið þátt í keppninni frá 1992.

12. Antonio Conte (Juventus, Chelsea)
Þrátt fyrir góðan árangur hjá félagsliðum sínum hefur árangur Conte í Evrópukeppninni verið slakur.

11. Unai Emery (Spartak Moskva, Valencia, Sevilla, PSG)
Með Sevilla vann Emery Evrópudeildina í þrígang og gæti unnið þá keppni í fjórða sinn með Arsenal í ár.

10. Didier Deschamps (Mónakó, Marseille)
Tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Mónakó en er með heimsmeistaratitil með Frakklandi á ferilskrá sinni.

9. Otto Rehhagel (Werder Bremen, Kaiserslautern)
Stjórnartíð Rehhagel hjá Werder Bremen var gulltímabil félagsins en hann gerði Grikkland svo að Evrópumeisturum.

8. Kenny Dalglish (Newcastle)
Vann Evrópukeppnina í þrígang sem leikmaður og vann svo titla sem stjóri Liverpool þegar ensk lið voru í banni frá Evrópukeppnum.

7. Mircea Lucescu (Galatasaray, Shakhtar Donetsk, Inter, Besiktas, Rapid Búkarest)
Hefur stýrt fjölmörgum Meistaradeildarleikjum. Fór með Galatasaray og Shakhtar Donetsk í 8-liða úrslit en það endurspeglar ekki getu hans sem þjálfara.

6. Max Allegri (Milan, Juventus)
Hefur raðað inn titlum með Juventus á Ítalíu en þarf Meistaradeildartitilinn til að innsigla sæti sitt meðal bestu stjóra nútímans.

5. Bobby Robson (Porto, Newcastle)
Skilaði Evróputitlum með Ipswich og Barcelona og stýrði Newcastle svo í tvígang í Meistaradeildinni.

4. Jurgen Klopp (Borussia Dortmund, Liverpool)
Hefur tvisvar beðið ósigur í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en enginn ætti að efast um þjálfarahæfileika Þjóðverjans.

3. Valeriy Lobanovskiy (Dynamo Kiev)
Lobanovskiy fór tvisvar á HM sem þjálfari Rússlands og raðaði inn titlum með Dynamo Kiev, þar á meðal vann hann Evrópukeppni bikarhafa.

2. Arsene Wenger (Mónakó, Arsenal)
Hefur fagnað mörgum sigrum í Meistaradeildinni en ekki náð að lyfta bikarnum. Arsenal tapaði úrslitaleik gegn Barcelona 2006.

1. Diego Simeone (Atletico Madrid)
Simoeone er 48 ára og hefur nægan tíma til að ná í hinn heilaga kaleik. En hann hefur komist alveg ótrúlega nálægt því að vinna Meistaradeildina.

Árið 2014 var Atletico 1-0 yfir gegn Real Madrid þar til Sergio Ramos jafnaði í blálokin. Real kláraði svo dæmið í framlengingu. Tveimur árum seinna tapaði Atletico svo í vítaspyrnukepni gegn Real Madrid í úrslitaleiknum.

Árangur Simeone á ferlinum er þó magnaður. Hann vann Real í spænska bikarúrslitaleiknum 2013 og náði svo að skáka Real og Barcelona með því að vinna La Liga 2014. Ofan á það koma sigrar í Evrópudeildinni 2011 og 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner