þri 19. febrúar 2019 11:03
Elvar Geir Magnússon
Wenger telur að Özil sé fastur í þægindaramma
Wenger þjálfaði Özil hjá Arsenal.
Wenger þjálfaði Özil hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger telur að sú ákvörðun að gera nýjan langtímasamning við Mesut Özil á síðasta tímabili hafi gert það að verkum að þýski landsliðsmaðurinn sé „fastur í þægindaramma".

Özil er ekki ofarlega á vinsældarlistanum hjá Unai Emery og aðeins byrjað einn leik síðan um jólin.

„Þetta gæti verið sérstakt tilfelli. Oftast þegar við gerum samning við leikmann til fimm ára höldum við að við séum með góðan leikmann í fimm ár. En það þýðir ekki endilega að þeir æfi og spili eins vel og þeir geta. Það er möguleiki á að þeir fari í þægindaramma," segir Wenger.

„Hann er með samning en vandamálið er að ef þú vilt kaupa leikmann eins og hann þá þarftu að eyða 100 milljónum punda."
Athugasemdir
banner
banner
banner