Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. febrúar 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Aguero veit ekki hvað gerist eftir tímabilið
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, sóknarmaður Manchester City, segist ekki vita hvað framtíðin mun bera í skauti sér nú þegar samningur hans við Manchester City rennur brátt út.

Þessi 32 ára Artgentínumaður hefur verið á Etihad síðan 2011 og er goðsögn hjá félaginu.

Hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins, með 256 mörk, og hefur hjálpað því að vinna ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA-bikarinn og fimm deildabikarmeistaratitla.

Aguero hefur þó verið í minna hlutverki á þessu tímabili eftir að hafa verið að glíma við meiðsli og hann hefur aðeins náð að spila fimm úrvalsdeildarleiki.

Samningur hans við City rennur út í júní og þetta gæti verið hans síðasta tímabil í Manchester. Sögusagnir hafa verið í gangi um að Barcelona sé meðal félaga sem hafi áhuga á að fá hann.

„Samningur minn rennur út eftir tímabilið og ég veit ekki enn hvað tekur við eftir það," segir Aguero.

Aguero var í viðtali við Inai Llanos á Youtube og var hann einnig spurður út í samband sitt við Pep Guardiola.

„Hann er mjög nákvæmur, hann hefur bætt fótboltann og mörg lið í deildinni hafa reynt að afrita leikstílinn. Hann er virkilega góður."

Eftir að hafa verið frá í nokkurn tíma gæti Aguero spilað gegn Arsenal um helgina, það er þó ólíklegt að hann byrji. Hann var á bekknum í síðasta leik.
Athugasemdir
banner
banner