fös 19. febrúar 2021 15:52
Magnús Már Einarsson
Andrea Mist á leið til Vaxjö
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Andrea Mist Pálsdóttir er á leið til Vaxjö í sænsku úrvalsdeildinni en þetta staðfesti hún í samtali við Fótbolta.net.

Einungis á eftir að ganga frá pappírsmálum áður en félagaskiptin ganga í gegn.

Andrea Mist gekk til liðs við FH í fyrravor en eftir fall liðsins úr Pepsi Max-deildinni fór hún til Breiðabliks á láni fyrr í vetur.

Vaxjö kom hins vegar inn í myndina á dögunum og Andrea er nú á leið í sænsku úrvalsdeildina.

Andrea er 22 ára miðjumaður en hún hefur skorað átján mörk í 108 leikjum í efstu deild á ferlinum.

Andrea á þrjá A-landsleiki að baki en hún spilaði með Þór/KA áður en hún fór í FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner