Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. febrúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Framtíð Mourinho ræðst í sumar
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Daniel Levy, formaður Tottenham, ætlar að bíða fram á sumar með að ákveða framtíð Jose Mourinho hjá félaginu. ESPN greinir frá.

Mourinho hefur legið undir gagnrýni að undanförnu en Tottenham er komið niður í níunda sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir fjögur töp í síðustu fimm leikjum.

ESPN segir hins vegar að starf Mourinho é ekki í hættu í augnablikinu.

Tottenham mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins í apríl en þar getur liðið unnið titil í fyrsta skipti síðan árið 2008.

Mourinho gerði samning til ársins 2023 og sagt er að Tottenham þurfi að borga allt að 30 milljónir punda í starfslokasamning ef félagið ákveður að reka Portúgalann.
Athugasemdir
banner
banner