banner
   fös 19. febrúar 2021 20:25
Victor Pálsson
Henderson bíður rólegur á bekknum
Mynd: Getty Images
Dean Henderson, markvörður Manchester United, er rólegur á varamannabekk liðsins og bíður eftir þeim tækifærum sem hann fær.

Henderson neitar því að hann sé órólegur þrátt fyrir að vera varamarkvörður liðsins á eftir Spánverjanum David de Gea.

Henderson var fastamaður Sheffield United á síðustu leiktíð en hann lék þar í láni frá Man Utd.

Á þessu tímabili hefur Englendingurinn aðeins spilað 224 mínútur í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég verð bara að halda áfram að vera með og gera vel. Ég mitt besta inni," sagði Henderson.

„Ég mun halda áfram að bíða eftir þessum tækifærum og vonandi næ ég smá takti til að sýna mitt besta á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner