fös 19. febrúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Egill Makan (Kórdrengir)
Mynd: Kórdrengir
Nikola Dejan Djuric
Nikola Dejan Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þórir Rafn Þórisson
Þórir Rafn Þórisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt V. Warén (til vinstri)
Benedikt V. Warén (til vinstri)
Mynd: Blikar.is
Viktor Smári Elmarsson
Viktor Smári Elmarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Egill Darri er uppalinn hjá Kópavogsfélögunum HK og Breiðabliki en gekk árið 2018 í raðir FH. Þar lék hann sína fyrstu mótsleiki það sumarið og var svo lánaður til Þróttar R. Egill glímdi við meiðsli árið 2019 og sneri til baka síðasta sumar með 2. flokki FH.

Eftir síðasta tímabil ákvað hann að semja við Kórdrengi og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Egill er bakvörður sem á að baki tólf unglingalandsleiki. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Viðtal við Egil:
Egill glímdi við mikla óvissu en ákvað að brosa í gegnum erfiðleikana

Fullt nafn: Egill Darri Makan Þorvaldsson

Gælunafn: Maksi dettur stundum inn

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 17 ára

Uppáhalds drykkur: Ég er Collab maður,

Uppáhalds matsölustaður: Fæ mér kjúklingarétt vikunnar á spot 2x á dag

Hvernig bíl áttu: Ég keyri um á E golf.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: All or nothing Tottenham

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi er geggjaður

Uppáhalds hlaðvarp: Beint í bílinn

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ég er að vinna með þrist, bláber og smarties kurl

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Er á fundi, bjalla eftir smá. Pabbi eitthvað að þykjast

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég væri ekki vel liðin heima ef ég væri í Þór

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Billy Gilmour var góður

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Úlfar Hinriksson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Nikola Dejan Djuric á æfingum gat verið þreytt

Sætasti sigurinn: Það var gaman að vinna Fjölni 3-2 í fyrsta Pepsi leiknum

Mestu vonbrigðin: Vinna ekki Víking í úrslitaleik 3. flokks

Uppáhalds lið í enska: Tottenham

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Viktor Smári

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Logi Hrafn

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Beno Waren

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Það veit ég ekki

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo Nazarío

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Frankinn veit hvað hann er að gera. Mikilvægt að vera með stílabók með sér eftir æfingar

Uppáhalds staður á Íslandi: Fossvogsdalurinn í góðu veðri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég spilaði með B liði FH núna í sumar á móti KA þegar ég var að koma mér í gang eftir meiðsli. Þá segir einn leikmaður við mig. “Biddu ert þú ekki Egill, varst þú ekki að spila í Pepsi fyrir tveimur árum”

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég æfi og spila alltaf í tveimur sokkum á hvorum fæti.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég mikill Muy-Thai áhugamaður

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég tók skó af Guðmanni einhvern tímann og hef ekki farið úr þeim síðan. Hann fær þá ekki aftur.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég var þrjú ár í þýsku 100.

Vandræðalegasta augnablik: Ég var skrautlegur í FH en sennilega þegar Laugi aðstoðarþjálfarinn náði í mig þrisvar inn í klefa sama dag af því að Óli Kri þurfti að ræða við mig.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Andra Fannar, Beno Waren og Viktor Smára. Andri Fannar myndi komast af eyjunni en við hinir myndum vilja vera eftir og fíflast saman

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég fer í göngutúr á hverjum degi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þórir Rafn er geggjaður gæi

Hverju laugstu síðast: Ég lýg ekki en mér finnst mjög gaman að bulla og gleyma síðan að segja djók

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Sendingaræfingar

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spurja Eddie Gomes hvort hann væri til í 1v1 í dag. Hann hló í grillið á mér seinast


Andri Fannar Baldursson
Athugasemdir
banner
banner
banner