fös 19. febrúar 2021 09:30
Aksentije Milisic
Styttist í fyrsta byrjunarliðsleik Diallo hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sagði í viðtali í gær eftir sigur liðsins gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni, að stutt sé í fyrsta byrjunarliðsleik hjá hinum unga Amad Diallo.

Hinn 18 ára gamli Diallo kom til United í janúar frá Atalanta og hefur hann heillað Solskjær mikið á æfingum. Diallo kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir aðalliðið í gær, þegar United valtaði yfir Sociedad í Tórínó.

„Það styttist alltaf í fyrsta byrjunarliðsleikinn hans. Við vorum 3-0 yfir í kvöld og því vildi ég leyfa honum að spila síðustu tíu mínútur leiksins og fá smjörþefinn," sagði Ole.

„Hann spilaði nokkra leiki fyrir varaliðið og það eru nokkur nöfn á bekknum hjá okkur sem geta byrjað leiki en Amad er klárlega að nálgast það."

„Við sjáum til eftir leikinn gegn Newcastle hvenær hann mun byrja inn á hjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner