fös 19. febrúar 2021 18:02
Victor Pálsson
Tuchel hefur sagt varnarmönnum hvað á að gera
Mynd: Getty Images
Andreas Christensen, leikmaður Chelsea, hefur útskýrt þær breytingar sem Thomas Tuchel hefur gert á vörn liðsins síðan hann tók við af Frank Lampard.

Christensen er sjálfur orðinn fastamaður í liði Chelsea á ný eftir komu Tuchel en fékk litið að spila undir Lampard sem var rekinn fyrir sex leikjum síðan.

Tuchel er með sína eigin hugmyndafræði hvernig á að spila og hefur sent skýr skilaboð til leikmanna liðsins.

„Ef þú þarft ekki að spila boltanum þá þarftu þess ekki. Bíddu frekar eftir að einhver komi og taki boltann. Ekki taka ákvörðun á síðustu stundu, þú verður að vita hvað þú ert að gera og framkvæma þá hugmynd," sagði Christensen.

„Hann sagði við okkur að taka því rólega og trúa á sjálfa okkur. Ég hef spilað í þriggja manna vörn áður og mér líður þægilega þar."

„Eins og er þá erum við að spila góðan fótbolta og náum í sigra. Það er að hjálpa okkur svo við þurfum ekki að gera margar breytingar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner