Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. febrúar 2021 22:30
Victor Pálsson
Zlatan varð fyrir rasisma í gær - Rauða Stjarnan biðst afsökunar
Mynd: Getty Images
Rauða Stjarnan frá Serbíu hefur beðið sóknarmanninn Zlatan Ibrahimovic afsökunar eftir hegðun stuðningsmanna í Evrópudeildinni í gær.

AC Milan heimsótti Rauðu Stjörnuna í 32-liða úrslitum keppninnar en honum lauk með 2-2 jafntefli.

Zlatan sat allan tímann á varamannabekknum í gær en hann er ættaður frá Bosníu og er uppalinn í Svíþjóð.

Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar voru með rasisma í garð Zlatan en myndavélar náðu því á upptöku.

Serbnenska félagið hefur nú gefið frá sér tilkynningu og biður þennan 39 ára gamla leikmann afsökunar.

„Við munum vinna með yfirvöldum til að finna þann seka og sjáum til þess að honum verði refsað samkvæmt lögum," sagði í tilkynningunni.

„Rauða Stjarnan biður Zlatan Ibrahimovic innilega afsökunar og við ítrekum að félagið sýnir enga þolinmæði gagnvart svona hegðun í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner