Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2019 19:00
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
100% að Rúnar skiptir um lið í sumar
Icelandair
Rúnar Már Sigurjónson.
Rúnar Már Sigurjónson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson mun skipta um vinnuveitendur í sumar en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í kvöld.

Lið hans, Grasshopper, situr á botni úrvalsdeildarinnar í Sviss og virðist ekki geta keypt sér sigur. Liðið vann síðast sigur í nóvember og samningur Rúnars rennur út eftir tímabilið.

„Það er 100% að ég muni skipta um félag. Minn tími þarna er kominn. Ég er samningslaus og þarf breytingu," segir Rúnar.

Hvert er hann að fara?

„Ég veit það ekki. Ég myndi ekki segja þér það ef ég vissi það en það er ekki neitt klárt eða komið á það stig að hausinn sé kominn þangað."

„Ég hef verið meiddur og bíð bara rólegur og svo kannski kemur eitthvað inn í apríl eða maí. Ég hef bara ekki hugmynd um það. Það eru einhverjar þreifingar en ekkert sem komið er langt."

„Ég tel líkur á því að ég muni færast fjær Íslandi en það sem er núna. Maður skoðar stærri deildir en Sviss í Evrópu og svo gæti maður farið utan Evrópu."

Rúnar fór í aðgerð í lok síðasta árs en segist vera orðinn mjög góður núna. Ítarlegra viðtal við hann birtist á Fótbolta.net á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner