Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2019 18:16
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Alfreð telur að skipti Arons séu góðar fréttir fyrir landsliðið
Icelandair
Alfreð og Aron.
Alfreð og Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður fyrir hans hönd. Hann á þetta skilið," sagði Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins, þegar hann var spurður út í tíðindin varðandi Aron Einar Gunnarsson.

Aron Einar hefur samið við Al-Arabi í Katar og gengur í raðir félagsins síðar á þessu ári. Heimir Hallgrímsson þjálfar Al-Arabi.

„Hann er búinn að vera um tíu ár á Englandi og ég skil hann mjög vel. Forgangsatriðin breytast með aldrinum. Þegar menn fá tækifæri verða þeir oft að hugsa hvað er sjálfum þeim fyrir bestu."

Í Katar er ekki sama tempó og líkamlega barátta og er í enska boltanum. Auk þess standa Katarar fremst í heiminum þegar kemur að sjúkraþjálfun.

„Ég held að þetta muni nýtast landsliðinu nokkuð vel. Hann getur örugglega lengt sinn feril með því að spila í Katar. Ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hans hönd."

Viðtalið við Alfreð má sjá í heild hér að neðan.
Alfreð: Innkoma Viðars tengist mér ekkert
Athugasemdir
banner
banner