Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2019 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
Aron Einar um skiptin til Al-Arabi: Vildi vinna aftur með Heimi
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson á HM í Rússlandi
Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson á HM í Rússlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, mun ganga til liðs við Al Arabi í Katar í sumar en hann gerði tveggja ára samning í gær.

Aron Einar hefur verið á mála hjá Cardiff City síðustu átta ár en þar áður lék hann með Coventry City og svo AZ Alkmaar í Hollandi.

Það bárust fréttir af því í gær að Aron væri á leið til Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson þjálfar en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar.

Hann gerir tveggja ára samning en Aron sagði í samtali við íþróttadeild Vísis að hann vildi ólmur vinna aftur með Heimi, sem ákvað að hætta með íslenska landsliðið eftir HM í Rússlandi.

„Ég hef átt í góðu sambandi við Heimi í gegnum tíðina, bæði þegar hann var með landsliðinu og fór svo annað. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu. Það er uppbyggingarstarf í gangi hjá þessu félagi og ég hef rætt mikið við Heimi um það sem hann vill breyta," sagði Aron við Vísi.

„Ég hafði hugsað mér að vinna með Heimi aftur og hann vissi alveg af því. Þetta er samt ekki auðveld ákvörðun enda búinn að vera lengi hjá Cardiff og það verður erfitt að kveðja," sagði Aron ennfremur við Vísi en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Cardiff og því mikill missir fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner