þri 19. mars 2019 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Conor McGregor: Zlatan reynir að vera fótboltaútgáfan af mér
Conor McGregor er engum líkur
Conor McGregor er engum líkur
Mynd: Getty Images
Conor er hrifinn af Zlatan og Paul Pogba
Conor er hrifinn af Zlatan og Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Írski bardagakappinn Conor McGregor var í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIFA í dag en hann ræðir ást sína á Manchester United auk þess sem hann talar um Cristiano Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic.

McGregor hefur verið hvað mest í sviðsljósinu af MMA-bardagaköppunum en hann var með tvö belti þegar honum gekk sem best og þá barðist hann við Floyd Mayweather í boxi.

Hann er mikill aðdáandi Manchester United á Englandi og hefur hann rætt mikið um Ole Gunnar Solskjær og lærisveina hans á samskiptavef Twitter.

Hann var í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræddi árangur liðsins.

„Manchester United hefur alltaf verið mitt lið. Það er bara stutt síðan ég fann mynd af mér í gráu United treyjunni þegar ég var átta ára gamall," sagði McGregor.

„Ole Gunnar er sérstakur maður. Hann er búinn að gera frábæra hluti hjá United og hann ætti að fá starfið til frambúðar."

„Maður finnur stoltið og ástríðuna sem hann hefur fyrir United og maður sér að leikmenn eru stoltir að klæðast treyjunni undir hans stjórn,"
sagði hann ennfremur.

McGregor talaði þá um fyrrum leikmann United en það er Cristiano Ronaldo sem leikur nú með Juventus. Hann er virkilega hrifinn af honum.

„Cristiano er ekki bara magnaður íþróttamaður heldur líka sem persóna og athafnamaður. Hann er agaður með fullkomnunaráráttu og metnað til þess að ná lengra og það hvetur yngri kynslóðina áfram," sagði hann um Cristiano.

Hann skaut þá aðeins á sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic.

„Ég virði Zlatan og hvernig hann er með hugarfar sigurvegarans en höfum það þó á kristaltæru að það er bara einn Conor McGregor!" sagði Conor.

„Zlatan Ibrahimovic er að reyna að vera Conor McGregor fótboltans og ég óska honum góðs gengis," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner