Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. mars 2019 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
Hamren: Þurfum að byrja á því að vinna leiki
Icelandair
Erik Hamrén
Erik Hamrén
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er handviss um að liðið komist aftur á sigurbraut eftir slakti gengi undanfarið ár eða svo.

Liðið vann síðast í janúar árið 2018 en þá hafðist 4-1 sigur gegn Indónesíu. Hamrén tók við liðinu eftir HM í Rússlandi en liðið mætir Andorra í fyrsta leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins.

„Við unnum enga leiki. Ef við viljum komast á EM, þá þurfum við að byrja að vinna leiki. Það er alveg klárt. Við erum allir meðvitaðir um að það er það sem við þurfum að byrja að gera," sagði Hamrén við fréttastofu Vísis.

Árangur íslenska liðsins er magnaður en margir í liðinu léku með U21 árs landsliðinu á Evrópumótinu árið 2011. Hann segir að þessi gullkynslóð eigi nóg eftir.

„Það er lykilatriði fyrir þetta lið. Hungur og ástand leikmanna. Við eigum enn mörg ár eftir með þessari gullkynslóð, leikmenn geta spilað í mörg ár til viðbótar ef drifkrafturinn er enn til staðar og við erum heppin með meiðsli," sagði hélt Hamrén áfram í viðtalinu.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner