Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 19. mars 2019 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Messi aftur í landsliðshóp Argentínu
Mynd: FIFA
Lionel Messi er í landsliðshópi Argentínu í fyrsta sinn síðan liðið tapaði fyrir Frakklandi í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í fyrrasumar.

Saga Messi og argentínska landsliðsins er nokkuð löng en hann hefur nokkrum sinnum ætlað að leggja landsliðsskóna á hilluna. Hann spilaði alla fjóra leiki Argentínu á HM en skoraði aðeins eitt mark, í 2-1 sigri gegn Nígeríu.

Skiptar skoðanir eru á því hvort Argentína spili betur með Messi í liðinu eða án hans en ljóst er að snillingurinn er einn af allra bestu leikmönnum heims. Hann er markahæsti leikmaður Evrópu með 39 mörk á tímabilinu þrátt fyrir að hafa misst af heilum mánuði vegna meiðsla.

Argentína á æfingaleiki við Venesúela á föstudaginn og Marokkó á þriðjudaginn en Messi er búinn að missa af síðustu sex leikjum liðsins. Fjórum þeirra lauk með sigri, einum með jafntefli og einum með tapi.

„Við erum ekki búnir að taka ákvörðun um hvort hann muni spila einn eða tvo leiki í hlénu. Ég mun ákveða það á næstunni," sagði Lionel Scaloni þjálfari Argentínu.

Messi skoraði þrennu í síðasta leik sínum með Barcelona og var svo góður að stuðningsmenn heimamanna í Real Betis stóðu upp, klöppuðu fyrir honum og kölluðu nafn hans eftir síðasta markið.

Messi er 31 árs gamall og er almennt talinn einn af bestu knattspyrnumönnum sem uppi hafa verið.
Athugasemdir
banner
banner
banner