Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. mars 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Suður- og Norður-Kórea vilja halda HM kvenna saman
Mynd: Getty Images
Heimsmeistaramót kvenna í Frakklandi er á döfinni en nú er hart barist um réttinn til að hýsa þarnæsta HM sem verður haldið 2023.

Níu hýsingartillögur hafa borist FIFA og hefur ein þeirra vakið sérstaklega mikla athygli þar sem um ræðir sameinað mót Suður- og Norður-Kóreu.

Það yrði vægast sagt áhugavert að fylgjast með stórmóti í Norður-Kóreu, sem er eitt af fáum löndum heimsins sem er stjórnað af einræðisherra.

Þá hafa samskipti Suður- og Norður-Kóreu ekki verið sérlega góð í gegnum tíðina og þá sérstaklega á síðustu árum þar sem stríði hefur verið hótað oftar en einu sinni.

Þar fyrir utan hafa tillögur borist frá Argentínu, Ástralíu, Bólivíu, Brasilíu, Japan, Kólumbíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku.
Athugasemdir
banner
banner
banner