Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. mars 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bayern býst ekki við því að Liverpool nái að kaupa Havertz
Mynd: Getty Images
Fréttir frá Þýskalandi eru á þá leiðinni að Bayern Munchen, margfaldur meistari þar í landi, hafi enga trú á því að lið sem hafi áhuga á Kai Havertz, leikmanni Leverkusen, vilji borga uppsett verð fyrir leikmanninn.

Bayern er sagt efast um að Barcelona og Liverpool, liðin sem hafa mest verið orðuð við Havertz, muni vilja borga þær 100 milljónir evra sem Leverkusen er sagt vilja.

Miðjumaðurinn verður 21 árs í sumar en hefur nú þegar spilað 139 aðalliðsleiki. Bayern er þriðja liðið sem hefur áhuga á miðjumanninum en er sagt vilaj bíða lengur en fram á sumarið í sumar með það að kaupa Havertz.

Bayern er bjartsýnt á að ekkert lið vilji borga uppsett verð og hefur trú á að félagið takist að klófesta Havertz í framtíðinni.

Sjá einnig:
Geta ekki haldið Havertz sem kostar meira en 100 milljónir
Athugasemdir
banner
banner
banner