Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. mars 2020 08:25
Elvar Geir Magnússon
Íslandsmótið hefjist þremur vikum eftir að samkomubanni líkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍTF, hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna, hélt fund í gær en á honum var meðal annars lögð fram tillaga frá mótanefnd KSÍ um hvenær Íslandsmótið ætti að hefjast.

Tillagan var samþykkt af ÍTF að því gefnu að félögin hafi að minnsta kosti þrjár vikur frá því að samkomubanni lýkur að mótahald hefjist. Verði samkomubann framlengt verður staðan endurmetin.

Samkomubann er á Íslandi vegna kórónaveirufaraldursins og stendur það til 13. apríl.

Meiri líkur en minni eru á að samkomubannið verði framlengt. Samkvæmt þessu þá byrjar Íslandsmótið í fyrsta lagi í maí.

Stjórn KSÍ mun funda í dag vegna ástandsins og má búast við því að Íslandsmótið verði fært til maí.

Í fundargerð ÍTF er einnig lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af fjármálum félaganna. Yfirlýsing þess efnis verður send á ÍSÍ, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra.
Athugasemdir
banner
banner