Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. mars 2020 13:30
Miðjan
Lárus segir skilið við KFG eftir tólf ár
Lárus á hliðarlínunni hjá KFG.
Lárus á hliðarlínunni hjá KFG.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Másson, Lárus Guðmundsson og Kristján Másson.
Björn Másson, Lárus Guðmundsson og Kristján Másson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Guðmundsson er gestur vikunnar í Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann meðal annars um KFG, Knattspyrnufélag Garðabæjar, sem hann stofnaði fyrir tólf árum síðan.

„Strákarnir sem komust ekki í meistaraflokk gufuðu upp og urðu ekki að neinu. Svo ég ákvað að stofna félag og búa til vettvang fyrir þá sem komust ekki að hjá Stjörnunni," sagði Lárus í Miðjunni.

„Það á enginn liðið en ég stofnaði það, þjálfaði það og keyrði liðsrútuna," sagði Lárus.

Á svipuðum tíma og KFG byrjaði þá stofnuðu leikmenn liðsins stuðningsmannasveitina Silfurskeiðina hjá Stjörnunni og það myndaði skemmtilega stemningu að sögn Lárusar.

KFG hóf leik í neðstu deild en hefur klifrað upp deildarstigann undanfarin ár. KFG komst í annað skipti upp um deild árið 2018 þegar liðið fór upp í 2. deildina.

KFG féll úr 2. deildinni síðastliðið haust og í kjölfarið ákvað Lárus að segja skilið við KFG. Tvíburabræðurnir Björn og Kristján Mássynir þjálfa KFG í dag en þeir hafa stýrt liðinu með Lárusi undanfarin fjögur ár.

„Ég var búinn að fá nóg af fótbolta eftir tólf ár. Markmiðið var alltaf að koma félaginu í 2. deild og það hafðist eftir mörg ár," sagði Lárus.

„Síðasta tímabil var erfitt. Það er dýrt að vera í 2. deildinni, tímafrekt og mikið af ferðalögum. Ég fann það síðastliðið haust að ég fann að ég hafði ekki meira fram að færa."

„Það fóru í þetta ca 400 klukkutímar á ári hjá mér, að sinna félaginu. Þetta var mjög skemmtilegt og það er ánægjulegt að hafa búið til fótboltalið og komið því upp í 2. deildina. Það er hægt að gera ýmislegt. Maður þarf líka að þekkja sinn vitjunartíma og hvenær á að segja bless," sagði Lárus í Miðjunni.

Hér að neðan má hlusta á Miðjuna í heild.
Miðjan - Lárus Guðmunds um bikartitla, mútugreiðslur og fleira
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner