Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. mars 2020 08:45
Elvar Geir Magnússon
Líklegast að Bellingham velji Dortmund
Powerade
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Ensku götublöðin hætta ekki að slúðra þó enginn fótbolti sé spilaður. BBC tók saman allt helsta slúðrið úr blöðunum í morgun.

Líklegt er að Pierre-Emerick Aubameyang (30) yfirgefi Arsenal í sumar en enska félagið vill fá rúmlega 50 milljónir punda fyrir sóknarmanninn. Barcelona hefur áhuga. (Sport)

Borussia Dortmund er að vinna kapphlaupið um enska U17 landsliðsmanninn Jude Bellingham (16) hjá Birmingham. Liverpool, Chelsea og Manchester United hafa áhuga en líklegast er að Bellingham velji Dortmund og fari til Þýskalands. (Bild)

Arsenal hefur fundað með sænska félaginu Hammarby um sóknarmanninn Emil Roback (16) en Bayern München hefur einnig áhuga á sænska unglingalandsliðsmanninum. (Daily Mail)

Arsenal mun gefa Santi Cazorla (35) tækifæri til að kveðja stuðningsmenn félagsins með formlegum hætti. Spánverjinn yfirgaf Arsenal sumarið 2018 en hann hafði þá ekkert spilað í næstum tvö ár vegna meiðsla. (Daily Express)

West Ham fylgist með enska varnarmanninum Dion Sanderson (20) sem er á láni hjá Cardiff frá Wolves. (Daily Mail)

Manchester City og Manchester United hafa áhuga á spænska miðjumanninum Saul Niguez (25) en viðræður hans um nýjan samning hjá Atletico Madrid hafa gengið illa. (Mundo Deportivo)

Inter ætlar að bjóða enska varnarmanninum Ashley Young (34) eins árs framlenginu á samningi en Young hefur staðið sog vel síðan hann kom frá Manchester United í janúar. (Gazzetta dello Sport)

Knattspyrnusamband Norður-Írlands vill að Michael O'Neill, stjóri Stoke, haldi áfram sem landsliðsþjálfari og verði við stjórnvölinn í umspilsleikjum fyrir EM 2020. (Daily Mirror)

Franska félagið Angers hafnaði tilboði frá Aston Villa í Baptiste Santamaria (25) í janúar. Villa hefur ekki ákveðið hvort nýtt tilboð verði gert í miðjumanninn franska í sumar. (ABC Sevilla)

Arsenal og Chelsea hafa bæði áhuga á sóknarleikmanninum Leon Bailey (22) hjá Bayer Leverkusen. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner